- Advertisement -

Tvö á biðstofu ríkisstjórnarinnar

Því fleiri sem sitja þar, þarf að bjóða minna. Verðið fellur og grímurnar líka.

Víst er að ríkisstjórnina mun vanta einn flokk, að afloknum kosningum, til að halda starf sínu áfram. Þegar Alþingi kom saman til aukafundar í þeim tilgangi að binda endi kjarabaráttu starfsmanna hjá Landhelgisgæslunni kom í ljós hvaða flokkar gera sig líklegasta til að vilja hoppa upp í hjá ríkisstjórninni.

Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi varaformaður Miðflokksins, og þingflokksformaður síns flokks sagði:

„Íslendingar búa við mikla óvissu þessa dagana; veira herjar á okkur og efnahagur þjóðarinnar versnar. Atvinna og afkoma þúsunda er í óvissu meðan annar hluti landsmanna býr við nokkuð gott starfsöryggi. Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að koma fram með trúverðugum hætti á þessum erfiðu tímum, en það að setja lög á verkföll gerir enginn að gamni sínu og ætti eingöngu að gera í neyð. Þingflokkur Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að bæta á óvissu landsmanna, ekki síst sjómanna og þeirra sem búa við óöryggi, um að öryggismál landsmanna sé í uppnámi til lengri tíma. Við munum því styðja þetta frumvarp alla leið hér í þinginu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðflokkurinn verður sýnilega léttur í taumi. Hvað með Viðreisn?

„Viðreisn styður það að sjálfsögðu að þetta mikilvæga mál, sem tryggir öryggi þjóðar, öryggi sjómanna, landsbyggðar og mikilla hagsmuna, fari hér hratt í gegn. Það breytir ekki því að þetta er fráleit staða sem ríkisstjórnarflokkarnir og ráðherrar þessara málaflokka hafa komið okkur í með því að hafa ekki náð samningum og axlað þá ábyrgð að tryggja að öryggishagsmuna þjóðarinnar sé ávallt gætt í hvívetna. En Viðreisn mun að sjálfsögðu stuðla að því að liðka fyrir þingstörfum í dag,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.

Það er hentugt fyrir ríkisstjórnarflokkanna að vita af flokkunum tveimur, Miðflokki og Viðreisn, á biðstofu stjórnarráðsins. Því fleiri sem sitja þar, þarf að bjóða minna. Verðið fellur og grímurnar líka.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: