- Advertisement -

Tveir ráðherrar játa vanrækslu

Þessar skýringar ráðherranna eru beinlínis kjánalegar og furðulegt að þeim detti það í hug að nokkur gleypi þær. 

Sigurjón Þórðarson.

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, skrifar:

Stjórnmál Í kvöldfréttum RÚV birtust tveir ráðherrar þau Svandís Svavars og Sigurður Ingi og báru sig aumlega yfir ástandi vegakerfisins og gengust við því að viðhald hefði verið vanrækt um árabil.  

Það hefði farið betur á því ef fréttamaður RÚV hefði spurt þau einnar gagnrýnnar spurningar um málið t.d. hvernig standi á því að staðan sé með þessum hætti eftir 7 ára starf ríkisstjórnar sem var víst sögð mynduð um að byggja upp innviði landsins? 

Nei, það kom engin spurning og var látið gott heita að buna út glamrinu í ráðherrunum sem gekk út á að vegabölið væri arfur sem ríkisstjórnin hefði fengið í fangið og hefði gert allt til þess að lagfæra m.a.að margfalda fé til viðhalds vega.

Þessar skýringar ráðherranna eru beinlínis kjánalegar og furðulegt að þeim detti það í hug að nokkur gleypi þær.  Í framhaldinu þá er nauðsynlegt að setja þá upphæð sem fer nú til endurbóta á vegum landsins við t.d. aðrar framkvæmdir. Gott ef það sem fer í viðhald vegakerfisins í ár sé rúmir 12 milljarðar kr. þ.e. ríflega sú upphæð sem farið hefur verið í að brúa Hornarfjarðarfljót. 

Það er kominn tími á að það verði farið fram á að það verði gerð stjórnsýsluúttekt á því hvernig í ósköpunum fyrrverandi innviðaráðherra Sigurður Ingi gat ráðstafað öllum þeim milljörðum af framkvæmdafé til einnar brúar þvert á samþykkta Samgönguáætlun Alþingis.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: