Bæði Miðflokkurinn og Flokkur fólksins mælast minni en Sósíalistaflokkurinn. Miðflokkurinn mælist með 5,3 prósent og Flokkur fólksins með slétt fimm prósent. Sósíalistar mælast með 6,8 prósent.
Framsókn fatast flugið og mælast með 15,6 prósent sem er það minnsta frá kosningum. Framsókn mældist síðast með rétt tæp tuttugu prósent. Sjálfstæðisflokkur rétt slefar yfir tuttugu prósentin. Vinstri græn hressast nokkuð og mlast með 8,7 prósent.
Samfylkingin tekur stökk, mælist með 15,2 sem er drjúg breyting, var með 12,9 prósent síðast og innan við tíu prósent í kosningunum í fyrra. Píratar missa fylgi en mælast þó með 12,3 prósent. Viðreisn er í sókn, mælist með 10,4 prósent sem er það mesta á þessu kjörtímabili.