- Advertisement -

Tveir á fallandi fæti

Þeir eiga það sameiginlegt Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds að flokkar þeirra missa talsvert fylgi ef mið er tekið af nýrri skoðakönnun Fréttablaðsins.

Samfylkingin hefur misst drjúgt fylgi frá síðustu kosningum, um fimm prósentustig stefnir, að óbreyttu, í eina verstu útkomu sína í borgarstjórnarkosningum

Staða Sjálfstæðisflokksins er um margt merkileg. Þegar Eyþór var orðinn oddviti flokksins fékk framboðið byr í seglin, sem hefur heldur betur gefið eftir. Sjálfstæðisflokkurinn virðist stefna beina leið í einar verstu niðurstöður sínar í nokkrum borgarstjórnarkosningum.

Fréttablaðið leitar til þeirra beggja, Dags og Eyþórs. Ekki er hægt að segja að þeir nýti tækifærið til að tala um eigið ágæti eða sinna flokka og hvað þeir bjóða.

Byrjum á beinni tilvitnun í Dag: „Sjálfstæðisflokkurinn býður fram Morgunblaðsarminn af eigin flokki og setur fram málefnaskrá sem horfir frekar til fortíðar en framtíðar. Mér sýnist Samfylkingin ekki eiga neitt sameiginlegt með þessum armi Sjálf stæðisflokksins.“

Og Eyþór: „Í fyrsta lagi er meirihlutinn fallinn og hann verður fallinn í vor. Í öðru lagi er ljóst að breytiaflið í borginni er okkar framboð, sem mælist ekki bara stærst af hinum flokkunum heldur stærra en Samfylkingin. Þannig verður það líka í vor. Við finnum það að margir sem eru að kynna sér málin vilja breytingar þannig að við eigum eftir að sjá enn meiri sveiflur í átt til breytinga í vor.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: