Stjórnmál

Tveggja stráka slagur í Norðausturkjördæmi

By Miðjan

October 18, 2024

Stjórnmál Njáll Trausti Friðbertsson, eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, mun þurfa að hafa mikið fyrir að halda sæti sínu. Jens Garðar Helgason, fyrrum formaður SFS, ætlar að etja kappi við hann.

Margir flokksmenn hafa fagnað framboði Jens Garðars og ljóst er að Njáll Trausti hefur fengið verðugan andstæðing í baráttunni um fyrsta sætið. Einn slagur af mörgum sem verða háðir á allra næstu dögum.