Í sjónvarpsfréttum í gær var sagt frá að í Líbíu væru tvær ríkisstjórnir. Utanríkisráðherra annarrar þeirra, Najla al-Mangoush, hafi verið vikið frá þar sem hún hitti utanríkisráðherra Ísrael og fundaði með honum. Gott og vel með það.
Hitt er annað. Þennan sama dag var sagt fullum fetum hér heima að á Íslandi séu starfandi þrjár ríkisstjórnir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, ríkisstjórn Vinstri grænna og svo ríkisstjórn Framsóknar.
Stirðast er á milli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Ríkisstjórn Framsóknar spilar á milli hinna tveggja. Ef ekki væri Lilja Alfreðsdóttir mætti halda að sú ríkisstjórn væri dauð.