Stjórnmál

Talaði aðeins í 22 mínútur á heilu þingi

By Miðjan

December 19, 2020

Birgir Þórarinsson Miðflokki talaði þingmanna mest á haustþinginu. Fast að hælum hans kom Guðmundur Ingi Kristinsson og svo Björn Leví Gunnarsson. Allir vanir að vera í þessum hópi.

Ekkert markvert við þetta. Á hinum endanum, það er í hópi þeirra þingmanna sem minnst hafa að segja, er þessa þingmenn að finna.

Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki talaði sem minnst allra. Hann flutti sex ræður og gerði eina athugasemd, samtals í tuttugu og tvær mínútur. Næstur er Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki, hann talaði í 37 mínútur og svo er það Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri-grænum sem talaði í 55 mínútur.

Öðru vísi mér áður brá.

Bæði Páll og Lilja Rafney eru formenn þingnefnda sem eflaust hefur tekið sinn tíma.