Efnahagsmál Aflaverðmæti var fimmtán prósentum minna í apríl, en það var í sama mánuði fyrir ári. Mest munar um samdrátt í botnfiskveiðum, en minni skelfiskafli hefur einnig drjúg áhrif.
Á einu ári er einnig mikill samdráttur í aflaverðmæti, var á síðustu tólf mánuðum rúmum tólf prósentum en á sama tíma árið á undan. Á þeim tíma dróst botnfiskafli saman um tæp þrjú prósent.
Aflaverðmætið apríl 2012 til apríl 2013 var tæplega 158 milljarðar en aðeins 138 milljarðar frá apríl 2013 til apríl 2014.
Sjá nánar hér á vef Hagstofunnar.
Þú gætir haft áhuga á þessum