Turnarnir tveir verða saman í meirihluta
Aðrir kostir eru flóknir og kalla margra flokka samsteypur. Eyþór og Dagur munu byrja á að ræða saman.
Má vera að Eyþór Arnalds, ótvíræður sigurvegari borgarstjórnarkosninganna, byrji á að bjóða Degi B. Eggertssyni með sér í meirihluti? Það er einfaldasta leiðin. Eyþór verður borgarstjóri og Dagur ræður hvort hann vill verða forseti borgarstjórnar eða formaður borgarráðs. Þetta hljómar eins og niðurstaðan verði þessi. Þannig meirihluti hefði fimmtán af 23 borgarfulltrúum.
Eyþór á aðra kosti, það er að mynda margra flokka meiriluta. Án Samfylkingar þyrfti hið minnsta þrjá flokka. Viðreisn og Pírata með tvo fulltrúa hvor flokkur. Og ef ekki Pírata þarf hið minnsta fjögurra flokka meirihluta. Með Viðreisn og þá Flokki fólksins og Miðflokki. Það er bara svo ótrúlegt.
Því bendir allt til þess að Dagur og hans fólk taki væntanlegu tilboði Eyþórs. Staðan er bara sú. Það var svo sem ekki meira en blæbrigðamunur á málflutningi þeirra Eyþórs og Dags.
Allt bendir til að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin deili völdum í ráðhúsi Reykjavíkur næstu fjögur árin.