Stjórnmál

Túristi: Leitin að ódýrum flugmiðum

By Miðjan

July 11, 2014

Ennþá er hægt að finna farmiða héðan til útlanda í sumar fyrir rúmar sjö þúsund krónur og framboð á miðum undir tuttugu þúsund er töluvert. Það er þó ekki alltaf svo auðvelt að finna þessi ódýru sæti.

Það er vel annan tug flugfélaga sem stunda millilandaflug frá Keflavík yfir sumarmánuðina. Samkeppnin er þar af leiðandi töluverð um þessar mundir og á sumum flugleiðum eru þrjú flugfélög um hituna. WOW air hefur reglulega boðið farmiða á undir tíu þúsund krónur síðustu vikur og framboð á ódýru flugi hjá erlendum flugfélögunum er einnig þó nokkuð.

Sjá nánar á turisti.is