„Saltfiskmarkaðir fyrir flattan fisk hafa líka greitt útgerðinni þungt högg, núna eru til dæmis ekki eftir nema þrír snurvoðarbátar í Ólafsvík. Ég er einn eftir í Reykjavík með snurvoðarbát. Það er unnið hörðum höndum að því að drepa einkaframtakið í sjávarútveg. Það verður bara segja hlutina eins og þeir eru. En það er búið að klippa tunguna úr öllum stjórnmálamönnum,“ segir Stefán Einarsson útgerðarmaður Aðalbjargar RE í kröftugu viðtali við Guðjón Guðmundsson ritstjóra Fiskifrétta.