- Advertisement -

Tryggvi Ólafsson með nýja sýningu

Menning Tryggvi Ólafsson opnar nýja sýningu í Gallerí Fold, við Rauðárstíg, í dag. Sýnignuna nefnir hann; „Jarðnesk ljós“.

Tryggvi hefur notið hylli íslensku þjóðarinnar um árabil og hefur lengst af unnið að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og snéri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg.

Eftir slys 2007 flutti Tryggvi til Íslands og hefur ekki getað málað síðan þá. Hann er þó ekki alveg að baki dottinn og því til sönnunar eru grafíkverkin sem hann sýnir nú en þau eru öll unnin hér á Íslandi á þessu ári og því síðasta.

Í Neskaupstað er Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, en afar fágætt er að rekin séu sérsöfn með verkum eftir núlifandi höfunda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sýningunni lýkur 17. maí.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: