- Advertisement -

Tryggt verði að ráðherrar segi satt og rétt frá

Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp um aukna ábyrgð ráðherra.

„Efni frumvarpsins tekur til ábyrgðar ráðherra gagnvart Alþingi ef hann greinir rangt frá, gefur þingmönnum og þinginu villandi upplýsingar eða leynir upplýsingum sem mikilvægar eru fyrir meðferð mála á Alþingi.“

Oddný Harðardóttir er fyrsti flutningsmaður. Í greinargerðinni má til að mynda lesa eftirfarandi:

„Það er grundvallarforsenda lýðræðis að þjóðkjörnir fulltrúar hafi réttar upplýsingar til þess að byggja ákvarðanatöku sína á. Rangar upplýsingar geta hæglega leitt til þess að þingið komist að annarri niðurstöðu en ella. Þá getur skortur á upplýsingagjöf leitt til trúnaðarbrests milli þings og ráðherra. Til að Alþingi megi sinna eftirlitshlutverki sínu sem skyldi er afar mikilvægt að þingmenn fái nægilegar, réttar og greinargóðar upplýsingar um þau mál sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Í niðurstöðum vinnuhóps um siðferði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið var lögð áhersla á mikilvægi upplýstra skoðanaskipta og rökræðna fyrir aukið aðhald þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu. Grundvallarforsenda upplýstrar umræðu eru réttar og greinargóðar upplýsingar. Til að undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu ráðherra til Alþingis er í frumvarpi þessu lagt til að brot gegn henni, í formi rangra eða villandi upplýsinga eða leynd upplýsinga er hafa verulega þýðingu við meðferð máls, varði viðurlögum samkvæmt almennum skilyrðum laga um ráðherraábyrgð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ásamt Oddnýju skrifar eftirtaldir þingmenn undir frumvarpið:

Jón Þór Ólafsson, Hanna Katrín Friðriksson, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, og María Hjálmarsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: