- Advertisement -

Tryggingastofnun hunsar umboðsmann Alþingis

„Hvers vegna er ekki nú þegar farið að borga rétt­ar bæt­ur til þeirra ör­yrkja sem hafa verið skert­ir fjár­hags­lega?“

„Umboðsmaður Alþing­is tók á ólög­leg­um bú­setu­skerðing­um gagn­vart ör­yrkj­um í júní 2018 eða fyr­ir rúmu hálfu ári og Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins er enn ekki far­in að borga sam­kvæmt úr­sk­urði hans. Þarna er verið að skerða ekki bara fá­tækt fólk held­ur þá fá­tæk­ustu meðal fá­tækra á Íslandi. Þarna eru um 1.000 ör­yrkj­ar sem fá skert­ar bæt­ur frá TR og tug­ir ör­yrkja sem gert er að lifa á minna en 80.000 kr. á mánuði og sum­ir fá svo til ekki krónu til fram­færslu,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, í ágætri grein sem hann skrifar í Moggann í dag.

Guðmundur Ingi bendir á að ein­stak­ling­ar geti fengið fé­lags­bæt­ur frá bæj­ar- eða sveit­ar­fé­lög­um, en ef þeir eigi maka fái þeir ekki fé­lags­bæt­ur og þeim er gert að vera á fram­færslu mak­ans; „…eins og það er nú öm­ur­legt hlut­skipti og vald­höf­um til há­bor­inn­ar skamm­ar. Þessi gjörn­ing­ur hef­ur staðið yfir í tíu ár, frá 1. maí 2009. Núna kem­ur ríkið og seg­ist ætla bara að bæta fjög­ur ár aft­ur í tím­ann. Bara 4 ár. Hvað er ríkið að segja? Okk­ur tókst ólög­lega að ná hluta af bót­um ör­yrkja í sex ár af tíu árum og það af þeim sem fá­tæk­ast­ir eru hér á landi?“

Guðmundur Ingi bendir á hið augljósa:

„Við höf­um borgað sann­girn­is­bæt­ur vegna þess að brotið hef­ur verið á fötluðum ein­stak­ling­um og veiku fólki. Það er eng­in sann­girni í því að borga bara fjög­ur ár en ekki öll tíu árin sem þess­ar ólög­legu skerðing­ar stóðu yfir. Við skul­um átta okk­ur á því að í þess­um hópi eru ein­stak­ling­ar sem voru ekki bara skert­ir ólög­lega held­ur voru þær litlu bæt­ur sem þeir fengu notaðar til þess að skerða dán­ar­bæt­ur maka. Hversu langt get­ur þetta kerfi gengið í því að níðast á þeim sem verst standa í þessu sam­fé­lagi?“

Guðmundur Ingi segist munu halda áfram að fylgja þessu máli eftir:

„Flokk­ur fólks­ins seg­ir: stopp­um strax þetta fjár­hags­lega of­beldi og greiðum að fullu allt til baka og það með vöxt­um og drátt­ar­vöxt­um. Það er oft mjög flókið hjá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins að leiðrétta mál er varða ör­yrkja en mjög ein­falt að taka af þeim rétt­indi þeirra.“

Guðmundur Ingi bendir á að ekki aðeins hafi Tryggingastofnun ekkert gert til að leiðrétta rangindin, stofnunin heldur áfram hinum ólöglegum skerðingum.

„Er það póli­tísk ákvörðun að borga bara fjög­ur ár aft­ur í tím­ann? Er það fjár­hags­leg ákvörðun sem þingið get­ur þá komið að? Hvers vegna er ekki nú þegar farið að borga rétt­ar bæt­ur til þeirra ör­yrkja sem hafa verið skert­ir fjár­hags­lega? Það er komið hálft ár frá niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is og enn verið að skerða bæt­urn­ar ólög­lega. Okk­ur ber að sjá til þess að fólk sem í boði rík­is­ins lif­ir í al­gjörri fá­tækt og svelt­ur fái rétt sinn strax, en ekki sé reynt að segja að erfitt sé fyr­ir Trygg­inga­stofn­un að reikna þetta út.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: