- Advertisement -

Trúverðugleika þingflokksins verður endanlega sturtað niður í holræsið

Ja, hérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja?

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og VLFA skrifar:

Stjórnmál Það var afar áhugavert viðtal við Hildi Sverrisdóttur þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Það var stórfurðulegt svar sem kom frá þingflokksformanninum þegar hún var spurð út í vantrauststillögu sem lögð hefur verðið fram á hendur matvælaráðherra og kemur til afgreiðslu á þinginu á morgun.

HVAÐ MEÐ ÁLYKTUN FLOKKSRÁÐS SJÁLFSTÆÐISMANNA…

Svarið var eftirfarandi:

„Það þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur þessi vantrausttillaga verður felld enda er þessi tillaga pólitískt – leikrit. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun fella þessa tillögu. Látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur uppvið vegg með svona furðutillögu.“

Ja, hérna er það orðið pólitískt leikrit að ráðherrar fari eftir lögum sem og atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja?

Hvað með ályktun flokksráðs sjálfstæðismanna frá því fyrra þar sem þáverandi matvælaráðherra var harðlega gagnrýnd og talað um gróf stjórnsýslubrot ráðherrans. Gleymum ekki heldur ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins það sem talað var um gróf lögbrot, meðalhófs ekki gætt og ákvæði í stjórnarskrá virt að vettugi.

Núna þegar sama lögbrotið á sér stað þá er talað um pólitískt leikrit og furðutillögu. Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræðsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð.

Þetta mál snýst ekki bara um hvalveiðar þetta snýst að ráðherrar misbeiti ekki valdi sínu gegn fyrirtækjum og þegnum þessa lands í pólitískum tilgangi. Lög eru lög og eiga að gilda fyrir alla í þessu landi, líka ráðherra!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: