Stjórnmál

Trúnaður er ekki það sama og trúnaður

By Miðjan

April 16, 2021

Þetta er áhugavert mál. Ég get að ákveðnu leyti tekið undir það að trúnaður er ekki það sama og trúnaður, það er bara þannig að stundum er hægt að misbeita hlutunum. Við þekkjum dæmi um það að verið er að draga birtingu á skýrslum o.s.frv. þannig að þetta er margþætt. En mig langar að benda á að þetta er að einhverju leyti heimatilbúinn vandi. Nú eru liðnar einhverjar vikur síðan þessari skýrslu var skilað,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

„Við erum með það fyrirkomulag að henni er skilað til einnar nefndar og hún fundar eftir dúk og disk og eini tilgangur hennar er að taka afstöðu til þess að skýrslunni sé vísað áfram og svo er aftur beðið eftir fundi. Ég veit að mikið liggur á okkur og við höfum margt að lesa og ég tek heils hugar undir það sem formaður samgöngunefndar talar hér um, þetta er að einhverju leyti af tillitssemi við þingmenn svo að þeir geti kynnt sér málin. En ég treysti mér til að klára lestur svona skýrslu á skemmri tíma en þremur vikum, a.m.k. til að geta tjáð mig um hana og hlustað á skýringar ríkisendurskoðanda í þessu tilfelli. Við hljótum að þurfa að endurskoða þetta á einhvern hátt. Við fáum dagsfyrirvara á þessu og svo er skýrslan bara opinber um leið og fundur er haldinn. Við leysum þetta bara.“