- Advertisement -

Trump veit vel hvað Ameríkanar vilja

María Hilmarsdóttir skrifaði:

Þar sem ég bý nú hér í Suðurríkjunum, og hefði nú helst ekki viljað fá Trump aftur, þá get ég sagt að þessi úrslit koma mér ekkert á óvart. Trump veit vel hvað Ameríkanar vilja og kann að selja það. Efnahagur og landamærin!

Ef tekin var tími til að hlusta á hvað skiptir meirihluta heimafólks mestu máli þá eiga þessi úrslit ekki að koma neinum mikið á óvart! Hér hefur verið mikil óánægja forsetann og stjórn hans, og hún Kamela stóð sem varaforseti núverandi stjórnar.

Hér á ég heima, og ekki dettir mér í hug að leyfa mér að kalla meirihluta landsbúa heimska eða vitlausa af því þeir kusu Trump og repúblikana. Virðing skiptir líka máli þegar kosningum er tapað. Það þarf að hlusta á rödd meirihlutans og reyna að skilja hvers vegna svona var kosið!

Þeir kusu þau málefni sem skipti þá máli í þessum kosningum, og þann forseta frambjóðenda, þingmenn og fylkis fulltrúa sem þeim fannst að muni framkvæma þau betur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: