Fréttir

Trump og Biden: Davíð heldur í vonina

By Miðjan

August 25, 2020

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: Davíð heldur í vonina

„Það já­kvæða er hins veg­ar að mun­ur­inn á milli fram­bjóðenda fer nú minnk­andi og stuðnings­menn Trumps segja að það sé ekki síst að ger­ast í ríkj­um þar sem mjótt hef­ur verið á mun­um,“ skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins í Mogganum og hefur ekki gefið upp alla von um að „hans maður“ hafi þetta á endanum.

Davíð skrifar einnig: „Spenn­an vex í for­seta­kosn­ing­un­um vestra, enda eru rétt rúm­ir tveir mánuðir til kjör­dags og menn taka brátt að senda utan­kjör­fund­ar­at­kvæði sín áleiðis í kjör­kass­ana. Í huga margra dreg­ur það nokkuð úr spennu að leik­ur­inn virðist ójafn­ari nú en flest­ir höfðu gefið sér. Skoðanakann­an­ir ýta und­ir þá niður­stöðu. Þær hafa verið til­tölu­lega af­ger­andi um langt skeið og nán­ast all­ar bent ein­dregið til þess að Joe Biden, for­seta­efni demó­krata, muni fara með sig­ur af hólmi.“