Hann talaði eins og hann væri Kristur endurborinn, en það stóð ekki steinn yfir steini í ræðu hans.
Katrín Baldursdóttir skrifar:
Trump laug nánast öllu sem hann sagði í hinni svokölluðu, State of union speech, í gær en það er ræða sem forseti Bandaríkjanna flytur einu sinni í upphafi hvers árs, þar sem hann ávarpar báðar deildir þingsins samtímis. Hann talaði eins og hann væri Kristur endurborinn, en það stóð ekki steinn yfir steini í ræðu hans. Aðalatriði í ræðunni var að hann hafi nánast útrýmt atvinnuleysi, bætt heilbrigðiskerfið, lagað aðstæður afró Ameríkana og líka latin Ameríkana, bætt aðstæður fanga og þeirra sem litla menntun hafa. Það er búið að hrekja þetta allt saman af stjórnmálaskýrendum í Bandaríkjunum.
Til dæmis hefur hann fixað tölur um heilbrigðisaðstæður óskráðra innflytjenda (11 milljónir manna) með því að taka þá út úr menginu eins og þeir séu ekki til. Þeir sem teljast hafa fengið vinnu hefur verið staflað í störf þar sem þeim er þrælað út og hafa engin réttindi. Sannleikurinn er að hann hefur ekki sameinað hópa í Bandaríkjunum, heldur þvert á móti stíað þeim í sundur. Trump sagði ekki orði um umhverfismál og í rauninni hefði ræðan getað verið flutt um miðja síðustu öld áður en öll nútíma tækni var fundin upp hvað þá hamfarahlýnun,
Nú býður Trump þess að vera ákærður í þinginu vegna spillingarmálsins, sem fjallar um að hann hafi reynt að fá Úkraínu forseta til að finna eitthvað á John Biden sem er einn af þeim sem tekur þátt í forvali demókrata í komandi kosningum um forseta Bandaríkjanna. Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildarinnar og demókrati hefur barist fyrir því að Trump verði ákærður fyrir þetta en í dag má vænta þess að Trump verði laus undan ákærunni þar sem ekki er meirihluti á bak við hana í öldungadeildinni ólíkt því sem var í fulltrúadeildinni þar sem demókratar eru í meirihluta. Fjandskapur þeirra kristallaðist í gær þegar Trump neitaði að heilsa Nancy Pelosi sem síðan reif útprent af ræðu forsetans fyrir aftan hann. Þetta sést á myndunum sem fylgja hér og eru tekin af útsendingu CNN.