- Advertisement -

Trump gætir hagsmuna hinna ríku

Þótt Trump hafi háð kosn­inga­bar­áttu sína sem lýðskrumari hef­ur hann stjórnað með áherslu á hags­muni hinna ríku

Nouriel Roubini, sem er prófessor við New York háskóla, skrifar merka grein sem er birt í Mogganum í dag. Þar skýrir hann grunninn að hinum miklu mótmælum sem eru í Bandaríkjunum og víðar. Mjög forvitnileg grein. Miðjan kýs að birta einn kafla greinarinnar.

„Einn und­ir­flokk­ur í stétt hinna ótryggu eru ungt, ómenntað, trúað og íhalds­samt hvítt fólk í smá­bæj­um og dreifðari byggðum sem kaus Trump árið 2016. Þetta fólk vonaði að hann myndi bregðast við því efna­hags­lega „blóðbaði“ sem hann lýsti í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni. En þótt Trump hafi háð kosn­inga­bar­áttu sína sem lýðskrumari hef­ur hann stjórnað með áherslu á hags­muni hinna ríku; hann hef­ur lækkað skatta þeirra rík­ustu, ráðist gegn verka­fólki og stétt­ar­fé­lög­um, grafið und­an sjúkra­trygg­inga­kerf­inu sem Obama kom á og stutt með flest­um hætti stefnu­mál sem voru and­stæð fólk­inu sem kaus hann.

Áður en COVID-19 braust á, og jafn­vel áður en Trump komst til valda, dóu 80.000 Banda­ríkja­menn á hverju ári af of­neyslu eit­ur­lyfja og marg­ir aðrir lét­ust af völd­um sjálfs­víga, þung­lynd­is, alkó­hól­isma, offitu og annarra lífs­stíl­stengdra sjúk­dóma. Eins og hag­fræðing­arn­ir Anne Case og Ang­us Deaton benda á í bók sinni Deaths of Despair and the Future of Capitalism hafa þessi heilsu­far­svanda­mál lagst sí­fellt harðar á ör­vænt­ing­ar­fullt, ósér­hæft, at­vinnu­skert hvítt fólk – hóp þar sem sí­fellt fleiri deyja á miðjum aldri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…mis­skipt­ing tekna og auðs hef­ur auk­ist um ára­tuga skeið…

En meðal Banda­ríkja­manna í stétt hinna ótryggu eru líka trú­laus­ir, frjáls­lynd­ir, há­skóla­menntaðir borg­ar­bú­ar sem hafa á und­an­förn­um árum fylkt sér að baki vinst­ris­innaðra stjórn­mála­manna á borð við öld­unga­deild­arþing­menn­ina Bernie Sanders frá Vermont og Elizabeth Warren frá Massachusetts. Það er þessi hóp­ur sem hef­ur fylkt liði á göt­um úti til að krefjast ekki ein­ung­is rétt­læt­is fyr­ir kynþætti held­ur efna­hags­legra mögu­leika (en þess­ir tveir þætt­ir eru í raun ná­tengd­ir).

Þetta ætti held­ur ekki að koma á óvart í ljósi þess að mis­skipt­ing tekna og auðs hef­ur auk­ist um ára­tuga skeið vegna mörg­um þátta, þar á meðal hnatt­væðing­ar, viðskipta, fólks­flutn­inga, sjálf­virkni, veik­ing­ar verka­lýðsfé­laga, upp­gangs markaða þar sem einn sig­ur­veg­ari deil­ir og drottn­ar, og kynþáttam­is­mun­un­ar. Mennta­kerfi sem er skipt í hólf eft­ir lín­um kynþátta og fé­lags­legr­ar stöðu ýtir und­ir mýt­una um að hinir hæf­ustu nái ár­angri og styrk­ir stöðu for­rétt­inda­fólks, sem fær jafn­an pláss fyr­ir börn sín hjá fremstu mennta­stofn­un­um og þau hljóta síðan bestu störf­in (og gift­ast síðan yf­ir­leitt inn­an hóps­ins og koma þannig sömu for­rétt­ind­um áfram til næstu kyn­slóðar).“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: