Fréttir

Trump er dáðasti maður Bandaríkjanna

By Miðjan

January 07, 2021

„En það hef­ur sjálfsagt orðið hugg­un­ar­ríkt fyr­ir Trump í harmi hans að Gallup birti niður­stöður könn­un­ar sinn­ar í gær sem sýndi að hann, Don­ald Trump, væri á þess­ari stundu dáðasti maður Banda­ríkj­anna. Obama kom næst­ur á eft­ir Trump og sá þriðji í kjall­ara þess­ar­ar mæl­ing­ar var ný­kjörni for­set­inn, Joe Biden. Sko hann,“ skrifar sennilega mesti og helsti stuðningsmaður Donalds Trump á Íslandi,  Davíð Oddsson ritstjóri Moggans.

Davíð  sleikir sárin og er ekki að fullu sáttur við sinn mann:

„En Trump átti við Joe Biden, sem er varla um­deilt að geng­ur „ekki á öll­um,“ og var því geymd­ur í kjall­ar­an­um ásamt öðru því sem passaði ekki í stáss­stof­urn­ar uppi.

Það er ekki góð ein­kunn fyr­ir Trump að hafa ekki ráðið við það.“