„En það hefur sjálfsagt orðið huggunarríkt fyrir Trump í harmi hans að Gallup birti niðurstöður könnunar sinnar í gær sem sýndi að hann, Donald Trump, væri á þessari stundu dáðasti maður Bandaríkjanna. Obama kom næstur á eftir Trump og sá þriðji í kjallara þessarar mælingar var nýkjörni forsetinn, Joe Biden. Sko hann,“ skrifar sennilega mesti og helsti stuðningsmaður Donalds Trump á Íslandi, Davíð Oddsson ritstjóri Moggans.
Davíð sleikir sárin og er ekki að fullu sáttur við sinn mann:
„En Trump átti við Joe Biden, sem er varla umdeilt að gengur „ekki á öllum,“ og var því geymdur í kjallaranum ásamt öðru því sem passaði ekki í stássstofurnar uppi.
Það er ekki góð einkunn fyrir Trump að hafa ekki ráðið við það.“