Viðhorf „Veiðiferð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í Norðurá í Borgarfirði í fyrramálið er ekki boðsferð, heldur er um að ræða opnunarathöfn, að sögn Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Ráðherrarnir muni opna veiðitímabilið í ánni,“ þannig byrjar frétt á mbl.is, en ég verð að segja alveg einsog er, ég trúi því ekki að Sigurður Már Jónsson hafi komist að þessari niðurstöðu. Svo vel þekki ég til verka Sigurðar. Hér er misskilningur á ferð. Allavega vona ég það.
Jóhanna sagði á fésbókarsíðu sinni í morgun að þetta væri með ólíkindum. „Getur verið að laxveiðispillingartíminn sé að renna upp aftur? Hafa þessir menn enga siðferðiskennd? Og ég spyr, hafa þeir numið úr gildi siðareglur fyrir ríkisstjórn Íslands sem sett var af ríkisstjórn minni, þar sem svona sukk var bannað?“
Sigurður sagði í fréttinni að gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sé af þessum ástæðum á misskilningi byggð. Ekki sé verið að brjóta siðareglur ráðherra, eins og Jóhanna hefur gefið í skyn.“
Sigurjón Magnús Egilsson.