- Advertisement -

Trúðu ekki að láglaunakonan hefði frjálsan vilja og sjálfsvirðingu

Mynd af Mbl.is.

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

„The system pushes you into a political consciousness“ segir fræði og baráttukonan Tithi Battacharya. Ég vildi að þau sem skilja þetta ekki gætu skilið að þegar kona er búin að vinna árum og áratugum saman við félagslega endurframleiðslu, sem ómissandi starfsmaður á launum sem duga ekki fyrir einu eða neinu er það næsta víst að pólitísk meðvitund hennar mun vakna. Hún veit að vinnan sem hún og félagar hennar inna af hendi er algjört skilyrði fyrir því að verðmætasköpun getir orðið í samfélaginu en samt er hún með lægstu laun allra á vinnumarkaði. Þau sem skilja ekki að þessi kona mun grípa fyrsta tækifæri sem hún getur til að rísa upp og knýja fram staðfestingu á mikilvægi sínu er fólk sem annað hvort er heimskt eða svo forréttinda-blindað að það trúir því ekki að láglaunakonan hafi frjálsan vilja og sjálfsvirðingu.

Vandi láglaunakonunnar var fyrst og fremst sá að hún hafði ekkert pláss og ekkert platform, ekki að hún hefði ekkert að segja um eigin stöðu í samfélaginu. Vandinn var að hrokinn gagnvart henni og í raun andúðin á henni var allsráðandi. Það var best að hafa hana ósýnilega. Það að hún sjálf upplifði mjög raunverulega andúð á kerfinu sem henni var gert að lifa inní var ekki til umræðu. Kerfið réði og kerfið vildi að hún héldi áfram að þegja og vinna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég fagna því innilega að láglaunakonum og félögum þeirra hafi tekist hið magnaða og stórkostlega í vetur; að byrja að tala og hætta ekki alveg saman hvað. Alveg sama hvaða óhróðri var kastað í okkur, alveg sama þó að við værum kallaðar ógæfa þjóðarinnar, við gáfumst ekki upp. Ég held að þetta hafi verið eitt besta veganesti verka og láglaunafólks inn í þann veruleika sem nú blasir við okkur. Láglaunakonur skiluðu skömminni yfir ofur-arðráninu þangað sem hún á heima, til þeirra sem arðræna, mótmæltu, tóku yfir fundi, og sýndu hvað eftir annað ótrúlegan styrk og samstöðu. Sem er það sem við munum þurfa að gera núna; tala hátt og skýrt, láta ekki hrella okkur með brjálseminni, og vera algjörlega afdráttarlaus í samstöðunni hvort með öðru. Og eftir veturinn sem nú er liðinn trúi ég því 100% að við getum það.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: