Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, skrifar skínandi grein í Moggann í dag. Þar sendir hann pena sneið til fyrrum flokksfélaga sinna í Sjálfstæðisflokki þar sem hann nuddar þeim gn upp úr tryggð þeirra við Trump og Repúblikana..
„Í Bandaríkjunum studdu báðir stóru flokkarnir frjáls viðskipti og vestræna samvinnu fyrir örfáum árum. Ekki er langt síðan Sjálfstæðisflokkurinn á Íslandi var líkur frjálslyndum Demókrötum.
Nú er öldin önnur. Sjálfstæðismenn trúa því sumir að Repúblikanar séu „hægriflokkur“ og þess vegna eigi að styðja málstað þeirra, hversu vitlaus sem hann er. Forseti Bandaríkjanna ýtir undir útlendingahatur, aðhyllist einangrunarstefnu og ógnar mannréttindum. Samt styðja margir hægrisinnar hér á landi „sinn mann“, þó að hann gangi gegn þeirra megingildum og sé ógn við þá stefnu sem hefur tryggt frið í okkar heimshluta í sjötíu ár. Enn fleiri elta flan Íhaldsmanna í Bretlandi í blindni, því „íhaldsmenn“ eigi að standa saman.
Vont og heimskt fólk reynir að láta illt og heimskulegt af sér leiða, en ef gott fólk stendur þegjandi hjá á meðan er heimurinn í hættu.“
Grein Benedikts er lengri. Hana er að finna í Mogganum, sem fyrr segir.