- Advertisement -

Treystir ríkisstjórninni ekki fyrir peningum

Í Mogga dagsins er viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Tilefni viðtalsins er fyrirhuguð sala á Íslandsbanka og hvernig á að fara með söluverðið.

Í fréttinni segir: „Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp um ráðstöf­un eign­ar­hlut­ar rík­is­ins í Íslands­banka. Ríkið á 42,5% í bank­an­um eða því sem nem­ur 850 millj­ón­um hluta.

Með frum­varp­inu er lagt til að horfið verði frá því fyr­ir­komu­lagi að Banka­sýsla rík­is­ins fari með fram­kvæmd söl­unn­ar og er gert ráð fyr­ir að sal­an verði fram­kvæmd und­ir stjórn ráðherr­ans sjálfs á grund­velli sér­stakra laga.

Í frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir að virði hluta rík­is­ins í Íslands­banka sé allt að 100 millj­örðum króna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sig­mund­ur segir að sér hugn­ist frek­ar að út­deila hluta­bréf­un­um jafnt til allra eig­enda þeirra, þ.e. til Íslend­inga.

„Ég hef áhyggj­ur af því hvernig verði farið með þessa pen­inga, ef þeir skila sér, því rík­is­stjórn­in er þegar búin að opna á það að nota tekj­ur af Íslands­banka­söl­unni í rekst­ur og það kem­ur í fram­haldi af skuld­bind­ing­um rík­is­ins í kjara­samn­ing­um.“

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður og formaður Miðflokks­ins, hann var spurður út í frum­varpið:

„Ég ótt­ast að rík­is­stjórn­in geti eytt öll­um þess­um pen­ing­um í eitt­hvað sem eng­inn veit hvað er, eða að þetta verði sett í rekst­ur til fjár­mögn­un­ar um­frameyðslu rík­is­ins,“ sagði Sig­mund­ur.

Aðspurður seg­ir Sig­mund­ur að sér hugn­ist frek­ar að út­deila hluta­bréf­un­um jafnt til allra eig­enda þeirra, þ.e. til Íslend­inga.

„Það get­ur virkjað al­menn­ing á hluta­bréfa­markaði, þeir sem hafa ekki áhuga á að eiga þetta geta selt, aðrir geta átt sitt og hugs­an­lega haft tekj­ur af því,“ seg­ir hann. Með því hafi hver og einn vald til að ráðstafa eign­inni fyr­ir sig.

„Ég held að það muni gefa betri raun held­ur en að þessi rík­is­stjórn myndi ráðstafa and­virðinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: