Greinar

Treystir hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokki til banksölu

By Ritstjórn

January 15, 2019

Vilhjálmur Þorsteinsson, áhrifamaður innan Samfylkingarinnar, skrifar um fyrirhugaða bankasölu, sem hann er hlynntur, en ekki meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru í ríkisstjórn. Vilhjálmur skrifar:

„Óumbeðin skoðun á sölu ríkisbanka: Mér finnst að ríkið eigi í mesta lagi að eiga einn banka. Ég er þar af leiðandi almennt hlynntur því að Íslandsbanki verði seldur. Helst vildi ég selja hann alvöru erlendum banka (þá meina ég ekki Hauck & Aufhäuser); það gæti bætt samkeppni og aukið stöðugleika á íslenska fjármálamarkaðinum, og jafnvel hjálpað okkur í næsta krónuhruni. – En hvað sem þessari prinsippskoðun líður þá treysti ég, að fenginni reynslu, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum alls ekki til að selja banka. Þannig að ég styð ekki að Íslandsbanki verði seldur á meðan núverandi ríkisstjórn situr. Þannig er nú það.“