- Advertisement -

Tregðulögmálið og Davíð Oddsson

„Fyr­ir þá eru gam­al­reynd­ir og hert­ir í eldi stjórn­mál­anna, get­ur verið erfitt að skilja nýja strauma.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var fyrst þingmanna Sjálfstæðisflokksins til að segja það opinberlega sem pískrað er um á göngum Valhallar. Núverandi forystufólk í Sjálfstæðisflokki er þreytt á stjórnarandstöðu Davíðs Oddssonar og hans fólks.

Áslaug Arna notaði Moggann sjálfan í gær til að setja ofan í við Davíð. Sjaldan er ein báran stök. Í dag skrifar Óli Björn Kárason í Moggann, rétt eins og aðra miðvikudaga, en nú sendir hann Davíð pillu, án þess að nefna hann á nafn. Það hefur enginn þorað, ekki enn. Óli Björn skrifar:

„Fyr­ir þá sem fyr­ir eru á fleti eða eru gam­al­reynd­ir og hert­ir í eldi stjórn­mál­anna, get­ur verið erfitt að skilja nýja strauma, átta sig á hug­mynd­um sem horfa til framtíðar eða sætta sig við að þeir yngri geri til­kall til þess að taka við kefl­inu. Þannig hef­ur það lík­lega alltaf verið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir sem sest­ir eru í helg­an stein eða hætt dag­legri þátt­töku í stjórn­mál­um glímdu sjálf­ir við tregðulög­málið þegar þeir hösluðu sér völl á sviði stjórn­mála. Marg­ir geta litið stolt­ir yfir fer­il­inn, sátt­ir við dags­verkið. Þeir öðrum frem­ur ættu að horfa bjart­sýn­ir til framtíðar – ungt hæfi­leika­ríkt fólk sem bygg­ir á traust­um grunni sjálf­stæðis­stefn­unn­ar er að taka við og mun leiða frels­is­bar­áttu sem hófst fyr­ir 90 árum.“

Þarna reynir Óli að hjálpa Davíð til að finna frið innra með sér. Hvort það tekst er allt annað mál, og flóknara.

Tímamóta hefur verið minnst í meiri sátt en níutíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Illdeilurnar skekkja flokkinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: