- Advertisement -

Traustið horfið út um kýraugað

„Skort­ur á viðbrögðum ykk­ar hef­ur grafið und­an fé­lag­inu og starfi þess, en jafn­framt hags­mun­um okk­ar sjó­mann­anna sem í fé­lag­inu erum.“

„Til for­manns og stjórn­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands

Við fé­lags­menn í Sjó­manna­fé­lag­inu sem höf­um sett nafn okk­ar á und­ir­skrift­arlist­ann sem krefst fé­lags­fund­ar krefj­umst nú svars við beiðni okk­ar, að mót­taka list­ans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okk­ur er fyr­ir neðan all­ar hell­ur. Að við, fé­lagið sjálft, heyr­um í fjöl­miðlum að kraf­an hafi verið les­in en okk­ur ekki svarað er óboðlegt. Það er al­gjör óvirðing við okk­ur, sem erum fé­lagið, að list­inn hafi ekki þegar verið yf­ir­far­inn og afstaða tek­in í mál­inu og að nota þá af­sök­un í stóra sam­heng­inu sýn­ir hroka stjórn­ar í garð fé­lags­manna.

Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sín­um er fé­lag­inu til mik­ill­ar minnk­un­ar og skaðar ímynd okk­ar allra. Skort­ur á viðbrögðum ykk­ar hef­ur grafið und­an fé­lag­inu og starfi þess, en jafn­framt hags­mun­um okk­ar sjó­mann­anna sem í fé­lag­inu erum. Þessi fram­koma for­manns og stjórn­ar eru al­gjör­lega ólíðandi, en í stað þess að vinna að mál­efn­um fé­lags­ins og fé­lags­manna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skó­inn af fé­lag­inu og fé­lags­mönn­um með því að taka ekki af­stöðu svo eft­ir því er tekið í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum. Rót­gróið fé­lag eins og Sjó­manna­fé­lag Íslands hef­ur ekk­ert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja fé­lags­manna sinna sem eru fé­lagið. Ykk­ur sem hef­ur verið treyst fyr­ir að hugsa um hag okk­ar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefj­umst við svara strax.

Sig­urður Jó­hann Atla­son

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rún­ar Gunn­ars­son

Davíð Sig­urðsson

Sæþór Ágústs­son

Sig­ur­dór Hall­dórs­son

Ólaf­ur Ingvar Kristjáns­son

Júlí­us Jak­obs­son

Friðrik Elís Ásmunds­son.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: