- Advertisement -

Transkona kemur Arnari sálfræðingi til varnar: „Það var ekkert í greininni sem stuðaði og ég er transkona“

Sálfræðingurinn Arnar Sverrisson segir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi verið boðaður í yfirheyrslu vegna rannsóknar á meintri hatursorðræðu.

„Ég fékk óvænta hringingu frá lögreglunni í morgun. Prúður og hálfvandræðalegur lögreglumaður tjáði mér, að ég væri boðaður í viðtal vegna hatursorðræðu í tveim greinum, sem ég skrifaði í Vísi fyrir tveim árum síðan um kynskipti. Skrifaði reyndar um kynskipti í Morgunblaðið einnig, en kærandi minn, Tanja Vigdisdottir, virðist ekki hafa séð hatursorðræðu í henni.

Það fylgdi sögunni, að lögreglan hefði í fyrstu hafnað rannsókn á kæruefninu, en Ríkislögreglustjóri nú fyrirskipað, að rannsókn skyldi fara fram. Því er ég boðaður í yfirheyrslu,“ skrifaði Arnar.

Gústaf Níelsson er hreinlega gapandi yfir þessum tíðindum og tjáir sig á mannamáli, eins og hann er vanur; lætir ríkislögreglustjóra heyra það.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Gústaf Níelsson.

„Frásögn Arnars er hreint mögnuð og ég efast ekki um að hún er rétt og sönn.

Ríkislögreglustjóri hegðar sér eins og lögreglustjóri í alræðisríki, sem kallar menn fyrir sig vegna skoðana sinna, þótt tjáningarfrelsi einstaklinga sé varið í stjórnarskrá.

Dómsmálaráðherra ætti umsvifalaust að taka ríkislögreglustjórann á beinið og gera honum grein fyrir því að framgöngu lögreglu í frjálsu og opnu lýðræðislegu réttarríki eru sett takmörk í stjórnarskrá.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

Þessi ríkislögreglustjóri verður að víkja sæti. Hann rekst fyrir blæstri sinnar samtíðar. Það er bara ekki nóg að vera kvenkyns í þessum bransa.

Mikilvægt er að sæmilegur friður ríki um embætti af þessu tagi.“

En Arnar sálfræðingur á sér fleiri stuðningsmenn, og transkonan Anita Jensen kemur Arnari til varnar eins og Gústaf.

„Þarna fékk ég tilefni til að lesa greinina hans Arnars. Fyrir það fyrsta var ekkert í greininni sem stuðaði og ég er transkona.

Megnið af greininni er tilvísanir í aðrar greinar/bækur; ágæt grein til umræðu og hægt að velta ýmsu fyrir sér, vera sammála sumu og ósammála öðru. En ekkert sem verðskuldar kæru.

Viðkomandi er að nýta sér tjáningafrelsið og ber að fagna því þó svo að einhver kunni að velja að stuðast. Opin gagnrýnin umræða er undirstaða frelsis, virðum tjáningafrelsið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: