Mynd: Christina Telep/Unsplash.

Fréttir

Toyota borgar 100 milljónir í arð – setti þó 131 starfsmann á hlutabætur

By Miðjan

May 01, 2021

Kjarninn greinir frá að stjórnendur Toyota hafi ákveðið að borga 100 milljónir í arð. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi sett 131 starfsmann á hlutabótaleiðina.

Gunnar Smári segir þetta:

Kenningin er að fyrirtækin skapi verðmætin sem ríkisvaldið notar til að úthluta til velferðar- og grunnkerfa samfélagsins. En hún stenst illa og æ verr á tímum cóvid þegar fyrirtækin hafa komist upp með að sækja fé í ríkissjóð í æ meira mæli en nokkru sinni áður. Og stefna SA, Viðskiptaráðs, Sjálfstæðisflokks og annarra auðvaldsflokka sýnir að fjármagns- og fyrirtækjaeigendur ætla sér meira á næsta mánuðum og misserum. Markið er sett á stórfelldar skattalækkanir til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, að nota nýsköpunaráætlanir til að flytja fé úr ríkissjóði beint til fyrirtækja, að láta atvinnuátak til að greiða sumarafleysingarnar, að láta loftslagsmál vera réttlætingu fyrir að hið opinbera borgi fjárfestingu fyrir fyrirtækin og viðhalda því launakerfi sem er að festa sig í sessi; að fyrirtækin greiði svo lág laun (og leigufyrirtækin innheimti svo háa leigu) að starfsfólk fyrirtækjanna geti ekki dregið fram lífið á laununum heldur þurfi húsaleigubætur og annan stuðning til að þrauka. Fjármagns- og fyrirtækjaeigendur hafa notað völd sín yfir stjórnmálunum og ríkisvaldinu til að gera sig að helstu beiningamönnum ríkissjóðs. Og völd sín yfir fjölmiðlunum til að halda því fram að þeir séu það ekki.