John Grant.

Fréttir

Tónlistarmaðurinn John Grant fær ríkisborgararétt: „Hér líður mér vel“

By Ritstjórn

June 16, 2022

Hinn frábæri tón­list­armaður­inn John Grant er á meðal þeirra sem mun öðlast ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt sam­kvæmt frum­varpi þess efn­is á Alþingi.

Alls bárust alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd 71 um­sókn um rík­is­borg­ara­rétt, en nefnd­in valdi 12 einstaklinga fyr­ir til­lögu til samþykk­is Alþing­is.

Helstu tíðindin í ár eru þau að hinn bandaríski John Grant getur nú kallað sig Íslending, en hann hefur búið hér á landi í fjölmörg ár, og talar íslensku nánast eins og innfæddir.

John hefur margoft dásamað Ísland í viðtölum í gegnum árin.

„Hér líður mér vel“ sagði hann til dæmis, ásamt mörgu öðru, í þessu flotta viðtali hér.

Þar með höfum við Íslendingar eignast tvo heimsfræga tónlistarmenn á einu ári; en á sama tíma í fyrra fékk Damon Al­barn rík­is­borg­ara­rétt með sama hætti.

Hér er listi yfir þá 12 einstaklinga sem lagt er til að öðlist rík­is­borg­ara­rétt:

Alan Er­nest Dev­erell, f. 1955 í Bretlandi.

Eka­ter­ina Marnitcyna, f. 1977 í Rússlandi.

Houda Echcharki, f. 1993 í Mar­okkó.

John William Grant, f. 1968 í Banda­ríkj­un­um.

Ju­liet Onovweruo, f. 1982 í Níg­er­íu.

Kelly Yohanna Avila Garcia, f. 1986 í Venesúela.

Marc­in Jan Makuch, f. 1983 í Póllandi.

Nathaniel Berg, f. 1965 í Banda­ríkj­un­um. Pol­ina Oddr, f. 2000 í Úkraínu.

Shir­lee Jean Lar­son, f. 1955 í Banda­ríkj­un­um.

Tí­mea Nagy, f. 1989 í Slóvakíu.

Uhunoma Osayomore, f. 1999 í Níg­er­íu. Blogga um frétt