Hinn frábæri tónlistarmaðurinn John Grant er á meðal þeirra sem mun öðlast íslenskan ríkisborgararétt samkvæmt frumvarpi þess efnis á Alþingi.
Alls bárust allsherjar- og menntamálanefnd 71 umsókn um ríkisborgararétt, en nefndin valdi 12 einstaklinga fyrir tillögu til samþykkis Alþingis.
Helstu tíðindin í ár eru þau að hinn bandaríski John Grant getur nú kallað sig Íslending, en hann hefur búið hér á landi í fjölmörg ár, og talar íslensku nánast eins og innfæddir.
John hefur margoft dásamað Ísland í viðtölum í gegnum árin.
„Hér líður mér vel“ sagði hann til dæmis, ásamt mörgu öðru, í þessu flotta viðtali hér.
Þar með höfum við Íslendingar eignast tvo heimsfræga tónlistarmenn á einu ári; en á sama tíma í fyrra fékk Damon Albarn ríkisborgararétt með sama hætti.
Hér er listi yfir þá 12 einstaklinga sem lagt er til að öðlist ríkisborgararétt:
Alan Ernest Deverell, f. 1955 í Bretlandi.
Ekaterina Marnitcyna, f. 1977 í Rússlandi.
Houda Echcharki, f. 1993 í Marokkó.
John William Grant, f. 1968 í Bandaríkjunum.
Juliet Onovweruo, f. 1982 í Nígeríu.
Kelly Yohanna Avila Garcia, f. 1986 í Venesúela.
Marcin Jan Makuch, f. 1983 í Póllandi.
Nathaniel Berg, f. 1965 í Bandaríkjunum. Polina Oddr, f. 2000 í Úkraínu.
Shirlee Jean Larson, f. 1955 í Bandaríkjunum.
Tímea Nagy, f. 1989 í Slóvakíu.
Uhunoma Osayomore, f. 1999 í Nígeríu. Blogga um frétt