- Advertisement -

Tónelskur þingmaður í gulum fötum

Hvar er hann nú?, þannig spurði Sigurður Ingi Jóhannsson.

„Hér var einu sinni tónelskur þingmaður, oft í gulum fötum, sem talaði mikið um heiðarleika í stjórnmálum, samstarf og samvinnu og minna fúsk. Hvar er hann nú?“

Þannig endaði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. Hann hafði áður rifjað upp að þingmenn hafi spurt Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra um starfsemi Klíníkurinnar. Sigurður Ingi sagði ráðherra hafa svarað „…með þeim hætti að í það minnsta allur þingheimur skildi þau þannig að ekki stæði til að breyta einu eða neinu í því fyrirkomulagi sem væri í dag og að ekkert yrði um þessa starfsemi, fimm daga innlagnir, að ræða. Hæstvirtur ráðherra sagði: Það er ekki í farvatninu svo ég viti, án þess að vera með stórkostlegar skoðanir á því hvernig stefnumótun ætti að vera á því sviði.“

Sigurður Ingi sagði Óttarr hafa ekki talað nógu skýrt. „Hann hefur nú komið fram í fjölmiðlum og sagt að þetta sé ekkert á hans valdi. Af hverju notaði hann ekki eitthvað af þessum fyrirspurnum sínum til að upplýsa þingið um hver staðan væri í stað þess að leiða okkur á villigötur? Hér var einu sinni tónelskur þingmaður, oft í gulum fötum, sem talaði mikið um heiðarleika í stjórnmálum, samstarf og samvinnu og minna fúsk. Hvar er hann nú?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: