- Advertisement -

Tommi um ÍL-sjóðinn: Uppgreiðslugjöld eru úr takti við nútímabankaviðskipti

„…þegar sú stofnun sé ekki lengur til og lánið selt öðrum falli þessi ákvæði sjálfkrafa niður…“

„En það sem mig langar til að segja hérna í þessari ræðu minni er það að verði Íbúðalánasjóður leystur upp þarf að hugsa sérstaklega um hagsmuni neytenda, þ.e. þeirra heimila sem enn eru með lán hjá Íbúðalánasjóði. Það er mikilvægt að staða þeirra verði ekki verri en ella. Fjármálaráðherra hefur fundið leið til að gera upp skuldir sjóðsins miðað við núverandi stöðu þeirra en komast hjá því að greiða kröfuhöfum Íbúðalánasjóðs bætur fyrir framtíðarvaxtatap, sem í daglegu tali er kallað uppgreiðslugjöld,“ sagði Tómas A. Tómasson Flokki fólksins.

„Án þess að fara nánar út í það hvernig það samrýmist orðræðu um að samningar skuli standa langar mig til að spyrja ráðherrann um það hvort sama muni ekki gilda um neytendur, þau sem enn skulda Íbúðalánasjóði húsnæðislán með þessum íþyngjandi skilyrðum, sem eru náttúrlega þessi svokölluðu uppgreiðslugjöld, sem eru ósanngjörn. Skilyrðin um uppgreiðslugjaldið eru verulega íþyngjandi fyrir neytendur og algerlega úr takti við nútímabankaviðskipti. Í raun má alveg halda því fram að þau verði að teljast óréttmætir skilmálar í samningi þar sem þau eru algerlega án nokkurra takmarkana við Íbúðalánasjóð. Þannig eru dæmi um að Íbúðalánasjóður hafi krafist hartnær 20% af eftirstöðvum lánsins í uppgreiðslugjald. Þetta er ósanngjarnt,“ sagði Tommi.

!Það má færa sterk rök fyrir því að það séu órjúfanleg tengsl á milli uppgreiðslugjalda í samningum og stofnunarinnar Íbúðalánasjóðs, og að þegar sú stofnun sé ekki lengur til og lánið selt öðrum falli þessi ákvæði sjálfkrafa niður, enda er Íbúðalánasjóður eina lánastofnunin sem hefur ótakmörkuð uppgreiðslugjöld í sínum samningum með þeim hætti sem um ræðir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi uppgreiðslugjöld eru algerlega úr takti við nútímabankaviðskipti og eru verulega íþyngjandi og jafnvel skaðleg neytendum, ekki síst á þeim tímum þar sem bæði fjármálaráðherra og seðlabankastjóri benda fólki ítrekað á að það geti skuldbreytt lánum sínum ef á þarf að halda til að minnka annaðhvort greiðslubyrði eða áhrif verðbólgunnar. Þarna er hópur fólks sem hefur ekki átt möguleika á því.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: