- Advertisement -

Tómhenta ríkisstjórnin

Ríkisstjórnin er nefnilega ekki búin að vinna heimavinnuna.

Þorsteinn segir:
Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa.

„Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálastefnu degi áður en þingið hefði átt að fara heim eru ekki tiltækar, hvað þá að tími hafi gefist til að gaumgæfa þær eða ræða.“

Það var Þorsteinn Víglundsson sem svo mælti í þingræðu í gær. Hann sagði þingflokksformenn stjórnarflokkanna vera umboðslausa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það hefur ekki farið fram hjá fólki í fjölmiðlum á undanförnum dögum að það gengur hægt að semja við þessa ríkisstjórn um lok þings, enda kemur hún algerlega tómhent til þeirra viðræðna. Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa. Formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Það kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega ekki tilbúin til þingloka. Hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til. Ríkisstjórnin er nefnilega ekki búin að vinna heimavinnuna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: