Stjórnmál

Tölvutek kærði Tölvulistann sem þarf að borga eina milljón í sekt

By Miðjan

November 15, 2018

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans. Málið hófst með kvörtun Tölvutek yfir auglýsingunum þar sem farið var fram á að Tölvulistanum yrði bannað að auglýsa með þessum hætti og sannaði að þeir bjóði upp á 60 gerðir af fartölvum.

Tölvulistanum tókst ekki að sanna þær fullyrðingar sem fram komu í auglýsingunum og bannaði Neytendastofa fyrirtækinu að auglýsa með þessum hætti og lagði 1.000.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvulistann. Einnig var Tölvulistanum gert að fjarlægja auglýsingar af þeim samfélagsmiðlum sem þær birtust á.

Sjá nánar hér.