Tölvur taka ákvarðanir um fjárfestingar
Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, hefur nokkrum sinnum verið gestur þáttarins Sprengisandur. Þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður gestur þáttarins á morgun, og hann sagði í gær að Ísland geti skuldað minna en flestir þjóðir eftir örfá ár, var leitað eftir umræðu þar sem Jón sagði gjaldeyrisvaraforða okkar vera harla gagnslausan. Hann sé tekinn af láni, kosti mikið og ráðstöfun hans sé eðli málsins samkvæmt háð vilja raunverulegs eiganda.
Við leitin kom fram viðtal við Jón Daníelsson frá því í janúar 2013. Þá var Jón að hefja starfsemi stofnunar sem hann stýrir, stofnunar eða rannsóknamiðstöðvar um kerfisáhættu í fjármálakerfinu.
Í viðtalinu komu fram ótrúlegar staðreyndir um hversu áhættan er mikil. Hér er viðtalið.
Þar segir Jón meðal annars að á milli áttatíu og nútíu prósenta viðsktipta með eignir, verðbréf og hlutabréf fari fram sjálfkrafa. Tölvur eru stilltar þannig að þær meta kauptækifæri og sölutækifæri. „Þá er tíminn metinn á einum milljarðasta úr sekúndu. Þannig að veltan verður ótrúlega hröð. Tölvurnar eru ekki hugsandi.“
Jón segir að í raun þurfi ekki nema lítinn hlut til að hleypa af stað efnahagslegum vanda, til að mynda fasteignaverðsbólu. Hann sagði dæmi til um að fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota án þess að vita af því. Tölvurnar biluðu og þeir töpuðu hálfum milljarði dollara á hálftíma. Mannskepnan hefur ekki lengur stjórn á hraða tölvanna.