„Tölum ekki fyrir ofan fólkið“
Við höfum verið að vinna með ýmsum hagsmunasamtökum almennings.
„Við finnum fyrir gríðarlega miklum stuðningi,“ sagði Sanna Magdalena við mbl.is eftir að Gallup sýndi stórt stökk Sósíalistaflokksins í skoðanakönnun.
„Við höfum verið að vinna með ýmsum hagsmunasamtökum almennings. Við erum ekki að tala fyrir ofan fólkið sem tilheyrir verst stöddu hópunum í samfélaginu og um það heldur hlustum við á það sem fólkið hefur að segja. Hvað því finnst að við eigum að leggja áherslu á.“
Þannig hafi flokkurinn verið að beina spjótum sínum að fjármagnseigendum og gera þá kröfu til þess að þeir greiddu sanngjarnan hlut til samfélagsins. Hún vísar síðan í það sem er að gerast í samfélaginu, til dæmis varðandi forystu verkalýðsfélaganna. „Það er bara einfaldlega ákveðin alda í samfélaginu, tel ég, sem er að styrkjast og eflast.“
Segir á mbl.is. Þar segir Sanna að ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um framboð í næstu þingkosningum.