„Ráðuneytið kveðst hafa unnið að útfærslu tillagnanna og nefnir það sérstaklega að það hafi uppskorið hrós frá Vigdísi Hauksdóttur sem á sæti í hagræðingarhópnum og er einnig formaður fjárlaganefndar Alþingis.“

Fréttir

Tólf milljónir króna til Gaza

By Miðjan

July 22, 2014

Utanríkismál Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland veiti tólf milljónum króna til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, vegna neyðarinnst þar, sem varð vegna átakanna. Brugðist er við neyðarkalli, sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi, vegna ástandsins á Gaza, þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.

„Yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Gunnar Bragi segir ástandið alvarlegt og að nauðsynlegt sé að bregðast við því tafarlaust,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. „Því hef ég ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, annars vegar sex milljónir til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hins vegar sex milljónir til UNRWA (Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn),“ segir Gunnar Bragi í tilkynningu ráðuneytisins. Peningarnarir verður varið í mat, skjól, vatn og hreinlætisaðstöðu, sem og sálrænan stuðning við börn og heilbrigðisþjónustu.