Tólf milljónir króna til Gaza
Utanríkismál Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að Ísland veiti tólf milljónum króna til tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, vegna neyðarinnst þar, sem varð vegna átakanna. Brugðist er við neyðarkalli, sem íslenskum stjórnvöldum barst fyrir síðustu helgi, vegna ástandsins á Gaza, þar sem þörf á mannúðaraðstoð er afar mikil.
„Yfir 100 þúsund íbúa á svæðinu eru á vergangi og mikill skortur er á hjálpargögnum og hreinlætisaðstöðu. Gunnar Bragi segir ástandið alvarlegt og að nauðsynlegt sé að bregðast við því tafarlaust,“ segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. „Því hef ég ákveðið að veita tólf milljón króna framlag til stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa á Gaza, annars vegar sex milljónir til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og hins vegar sex milljónir til UNRWA (Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn),“ segir Gunnar Bragi í tilkynningu ráðuneytisins. Peningarnarir verður varið í mat, skjól, vatn og hreinlætisaðstöðu, sem og sálrænan stuðning við börn og heilbrigðisþjónustu.