Björn Leví Gunnarsson skrifar:
Það þýðir svona 500.000 með launatengdum gjöldum. Það er ekki mikið vegna fyrirspurna á heilu þingi til fjármálaráðuneytisins.
Þar er að finna til dæmis spurningar eins og:
- – Innleiðing á stefnu um opinn og frjálsan hugbúnað
- – Lögbundin verkefni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
- – Lögbundin verkefni Bankasýslu ríkisins
- – Lögbundin verkefni Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands
- – Lögbundin verkefni Fjársýslu ríkisins
- – Lögbundin verkefni Framkvæmdasýslu ríkisins
- – Lögbundin verkefni ÍL-sjóðs
- – Lögbundin verkefni Náttúruhamfaratryggingar Íslands
- – Lögbundin verkefni ráðuneytisins
- – Lögbundin verkefni Ríkiseigna
- – Lögbundin verkefni Ríkiskaupa
- – Lögbundin verkefni skattrannsóknarstjóra ríkisins
- – Lögbundin verkefni Skattsins
- – Lögbundin verkefni yfirskattanefndar
- – Samningar samkvæmt lögum um opinber fjármál
- – Útgjöld og notkun á almennum og sérsmíðuðum hugbúnaði hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess.
Allar fyrirspurnirnar um lögbundnu verkefnin og kostnað vegna þeirra var svo auðvitað svarað mjög snubbótt og þær hefðu átt að vera ein fyrirspurn. Forseti Alþingis sagði hins vegar að ef fyrirspurnirnar væru settar fram sem ein fyrirspurn þá væri hún of umfangsmikil, þannig að ég skipti fyrirspurninni upp í eina per stofnun … sem er að sjálfsögðu alveg jafn umfangsmikið að svara og ef spurningin hefði verið sett fram í einni fyrirspurn. Ef einhver fattar hversu kjánalegt þetta var hjá forseta þingsins þá má viðkomandi rétta upp hönd. Hann var hreinlega að gera það að verkum að ég var að spyrja einhverra 80 fyrirspurna í stað einnar fyrir hvern ráðherra. Sem var auðvitað meiri vinna fyrir skrifstofu Alþingis að vinna með varðandi uppsetningu heldur en ef fyrirspurnirnar hefðu verið færri.
Þannig að, ef einhverjum dettur í hug að spyrja af hverju Alþingi sé óskilvirkt, þá er þetta gott dæmi.