„Ég vil fyrst af öllu hrósa hæstvirtum fjármálaráðherra fyrir þá víðsýni sem hann sýnir með því að taka nú loks upp tillögu okkar Miðflokksmanna, sem við höfum flutt þrisvar sinnum, um að auka fé til skattrannsókna og til Skattsins um 250 milljónir, og því ber að fagna,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í þingræðu.
„Hæstvirtur fjármálaráðherra benti réttilega á að ráðstöfun fjár með þessum hætti er líkleg til að auka tekjur ríkissjóðs vegna þess að innheimta batnar. Ég sá reyndar ekki í frumvarpinu, og hæstv. ráðherra leiðréttir mig þá, að skattrannsóknarstjóri væri að fá einhverja tilgreinda upphæð heldur var þetta merkt Skattinum. En virða ber það sem vel er gert,“ sagði Þorsteinn.
Ekki er að sjá að Bjarni hafi mótmælt skoðunum Þorsteins um að Bjarni hafi tekið upp stefnu Miðflokksmanna.