Fréttir

Tók 7 ár að glutra ríkisrekstrinum niður

By Ritstjórn

November 11, 2019

Vigdís Hauksdóttir skrifaði:

„Árið 2013 varð Sigmundur Davíð forsætisráðherra og sú sem þetta skrifar formaður fjárlaganefndar. Þetta var fyrsta árið frá hruni sem ríkissjóður var rekinn með afgangi og kostaði það mikil átök við m.a. forstöðumenn ríkisstofnana eins og frægt varð.

Ekkert var gefið eftir – nú 6 árum síðar eru boðuð fjáraukalög sem setja ríkissjóð í halla og fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 er með halla – sem verður enn meiri halli í fjáraukalögum 2020 ef ég þekki kerfið rétt.

Það tók 7 ár að glutra ríkisrekstrinum niður – enda hvergi að finna alvöru hagræðingu eða minnkun á bákninu. Það skiptir svo sannarlega máli hverjir veljast til forystu í samfélaginu.“