- Advertisement -

Tóbaksgjöldin eru hærri en veiðigjöldin

Þetta eru bábiljur sem þjóðin getur ekki sætt sig við.

„Á Íslandi standa harðar deilur um útfærslu á nýtingu sameiginlegrar sjávarauðlindar, beinist fyrst og fremst að gjaldtöku og nýtingarrétti. Stórútgerðin situr ein að tugmilljarða hagnaði ár hvert og rígheldur með kjafti og klóm í veiðiheimildir eins og hún eigi þær. Þarna á þjóðin að eiga sinn sanngjarna og ásættanlega hlut. Núverandi kerfi er ógegnsætt sem fáir skilja og veiðigjöld svo lág að þau hrökkva ekki fyrir nauðsynlegu vísindastarfi sem tengist greininni beint, stofnmælingum eða landhelgisgæslu, eru lægri en tekjur af tóbaksgjöldum, lægri en innkoman fyrir seld sportveiðileyfi í landinu,“ sagði Guðjón Brjánsson Samfylkingu á Alþingi.

„Það eru til vandaðar útfærslur þar sem grundvöllur fyrirtækjanna er tryggður og fyrirsjáanleikinn getur haldist og jafnvel vaxið. Þetta er hægt en hagsmunaaðilar, útgerðin, skellir skollaeyrum við og nýtir alla sína krafta til að úthrópa þá sem ýja að einföldun og sanngirni, útmála þá nánast sem landráðamenn sem hafi það eitt að markmiði að eyðileggja greinina, rústa sjávarútveginn. Þetta eru bábiljur sem þjóðin getur ekki sætt sig við,“ sagði Guðjón.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: