- Advertisement -

Titringur í ríkisstjórn / Lilja þrengir að Bjarna / Segir hann ábyrgan

„Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­mála­manna sem tóku ákvörðun í mál­in.“

„Ég var ekki hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söl­una á bréf­um í Íslands­banka. Vildi al­mennt útboð en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­festa. Þess­um sjón­ar­miðum mín­um kom ég skýrt á fram­færi í aðdrag­anda útboðsins,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Lilja, sem er bankamálaráðherra, var alfarið á móti sölumódeli Bjarna Benediktssonar. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna hafa opinberað ósætti með bankasöluna. Þeir hins vegar voga sér ekki að gagnrýna Bjarna. Hins vegar vilja þeir að forstjóri og stjórn Bankasýslunnar verði rekinn.

„Það var alltaf ljóst í mín­um huga að ríkið yrði ekki með um 67% eign­ar­hald á ís­lensk­um fjár­mála­markaði. Því þurfti að selja hlut ríkisins í Íslands­banka, en vanda til verka í ljósi fjár­mála­hruns­ins. Ég hef alltaf talið skyn­sam­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði framtíðar­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð,“ seg­ir Lilja í Mogganum.

Lilja situr með Bjarna í ráðherra­nefnd um efna­hags­mál. „Miðað við aðstæður og umræðuna nú tel ég að hægja verði á einka­væðing­unni. Í mín­um huga er líka al­veg ljóst að Lands­bank­inn skuli vera áfram í eigu þjóðar­inn­ar. Sala á hon­um kem­ur ekki til greina.“

„Í fyrsta útboðinu á sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka gekk vel, það er að bjóða al­menn­ingi að kaupa hluti. Þá leið hefði rík­is­sjóður einnig átt að fara nú. Evr­ópu­til­skip­un fylg­ir hins veg­ar sú kvöð að ekki var hægt að fara í annað al­mennt útboð eins og sak­ir standa. Slíkt hefði þurft að bíða, sem hefði verið í góðu lagi. Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuld­inni al­farið á stjórn­end­ur Banka­sýsl­unn­ar og þykir miður að málið sé ein­faldað þannig. Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­mála­manna sem tóku ákvörðun í mál­in,“ seg­ir Lilja í Mogganum í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: