Greinar

Tístudúkkan í Móanum

By Miðjan

October 27, 2020

Leiðari Moggans er með nokkuð hefðbundnu sniði. Ritstjórinn rifjar upp aðdraganda hrunsins. Þá var hann bankastjóri Seðlabankans, illu heilli, segja margir. Hér er stuttur kafli úr leiðaranum:

„Stjórnvöld í landinu, nema Seðlabankinn, töldu ástæðulaust að efast um fullyrðingar stjórnenda nýju bankanna um að allt væri í góðu lagi. Helstu galgoparnir, sem stigu lánaöldurnar af mestu kappi, voru þvert á móti hafnir til skýja og vegsamaðir sem „útrásarvíkingar“ af þeim sem síst skyldi, og taldir hafi komist á meiri fjárfestingarferð en útlendir sem ekki höfðu víkingaeðli í sínum genum. Allt ýtti þetta á andvaraleysi fólksins og í framhaldi undir skiljanleg vonbrigði þess, reiði og spurningar um réttlæti og hefnd. Þeirri för var að hluta stýrt og hún kostuð af þeim sem síst skyldi. Og þeir stjórnmálamenn sem ákafast höfðu ýtt undir gagnrýnisleysi og kröfur um að hvergi mætti hemja taumleysið skolaði inn í ríkisstjórn á öldufaldi „búsáhaldabyltingar“.“

Ætli sé að vænta frétta eða skoðana um fantaskap útgerðar og skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270?