- Advertisement -

TÍSKAN Í FERÐAMENNSKU

Það er ekkert lögmál, að ferðamannastraumurinn verði óbreyttur.

Árni Gunnarsson skrifar:


Á síðustu árum hafa milljónir erlendra ferðamanna komið til Íslands. Þeir hafa eitthvað kynnst landi og þjóð, verðlagi á gistingu, mat, slæmu aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum og hættum á þjóðvegum landsins. Ísland hefur verið í tísku. Það er ekki ólíklegt, að þessi tíska breytist rétt eins og fatatískan og önnur tískufyrirbæri.

Þetta er þekkt fyrirbæri. Við ættum því, að gera okkur grein fyrir hugsanlegum breytingum á fjölda erlendra ferðamanna, sem koma til landsins. Það er alls ekki gefið, að áhuginn verði áfram eins mikill og verið hefur, og hegða okkur samkvæmt því; draga úr fjárfestingum í smíði stórra hótela og öðrum kostnaði við uppbyggingu í innviða. Það er ekkert lögmál, að ferðamannastraumurinn verði óbreyttur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: