- Advertisement -

Tímabundinn sigur lobbýistanna?

Jóhannes Þór Skúlason vann timabundinn sigur, en kannski dýrkeyptan.

„Það er ekki rétt að það hafi verið nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að opna fyrir flæði ferðamanna,“ skrifar Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í grein sem birtist í Vísbendingu í dag. Greinin ber yfirskriftina „Voru gerð mistök í sumar?“ og þar færir Gylfi rök fyrir því að stjórnvöld hafi gert mistök með því að „opna“ landið fyrir ferðamönnum. 

Þetta er úr frétt á ruv.is. Þar kemur fram að lobbýistar ferðaþjónustunnar hafi á sínu fram. Náð tímabundnum sigri. Miklu var fórnað þegar farið var að vilja lobbýistanna.

Gyldi skrifaði grein í Vísbendingu um ákvörðun stjórnvalda um að opnun landamæranna hafi mikilvægum almannagæðum verið stefnt í hættu. „Til dæmis þeim gæðum fólks að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað. Þar með hafi efnahag landsins einnig verið stefnt í hættu,“ segir á ruv.is.

Þeirra hagsmunir eru raunverulegir.

Gylfi er þeirrar skoðunar að hagsmunum ferðaþjónustunnar hafi verið leyft að ráða ferðinni enda hafi ferðaþjónustan háværari talsmenn en flestir aðrir hagsmunahópar. „Sjaldan hefur verið augljósara hversu mikil áhrif ein atvinnugrein getur haft á ákvarðanir stjórnvalda,“ skrifar hann.  Í samtali við fréttastofu segir hann hagsmuni ferðaþjónustunnar vissulega skipta miklu máli. „Þeirra hagsmunir eru raunverulegir, þúsundir hafa misst vinnuna og fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja er á leið í þrot,“ segir Gylfi á ruv.is.  


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: