- Advertisement -

Tímabært að Katrín láti af leikaraskapnum

Ólögin um kvótasetningu á makríl sem eru samin í þágu Samherja af fyrrum stjórnarformanni Samherja.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Ólögin um kvótasetningu á makríl sem eru samin í þágu Samherja af fyrrum stjórnarformanni Samherja, eru með ólíkindum. Fyrir utan það að nokkrir auðmenn fái endurgjaldslausan einokunarrétt til að nýta makrílinn sem er nýkominn inn í efnahagslögsögu þjóðarinnar, þá hefur framganga Kristjáns Þórs mögulega bakað þjóðinni skaðabótagreiðslu til örfárra auðmannanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Miðað við hvernig forsaga málsins hefur verið þ.e. að hagsmunir Samherja og nokkurra annarra, hafa verið settir í forgang á kostnað þjóðarinnar og smábátasjómanna, þá verður að telja afar líklegt að Árni Kolbeinsson verði kallaður inn í Hæstarétt, rétt eins og hann var fenginn hér um árið þegar hann dæmdi í makrílmálinu, sem umdeild lagasetning byggir að hluta til á.
Hann var þá bullandi vanhæfur m.a. vegna þess að sonur hans í forsvari fyrir umræddar útgerðir sem stefndu ríkinu.

Það er tímabært að Katrín Jakobsdóttir hætti þessum leikaraskap að skipa starfshópa um að efla traust á stjórnmálum og búa til einhverjar málamynda reglur atvinnuleit fyrrverandi ráðherra ofl.
Ef hún og þingmenn vilja raunverulega skapa traust, þá er rétt að taka upp þessi ólög um úthlutun á makrílnum með það að markmiði að landsmenn standi jafnir að nýtingu hans í stað þess að hossa nokkrum auðmönnum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: