- Advertisement -

Tímabært að gera breytingar á rammaáætlun

Jón Gunnarsson.

„Það er mjög tímabært að gera breytingar á lögum um rammaáætlun. Til að mynda er eitt atriði sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa í huga við umfjöllun um þessi mál í nútímanum og í framtíðinni en það er þjóðaröryggi,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi.

Verið var þingsályktun ríkisstjórnarinnar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

„Afhendingaröryggi raforku er eitthvað sem skorar hvað hæst í öryggismálum allra þjóða. Ef farið er í gegnum lagasetninguna á sínum tíma má segja að við höfum alveg horft fram hjá þessum þætti. Síðan þá höfum við til t.d. fengið jarðhræringar í Vatnajökli, eldgos þeim tilheyrandi og þær sviðsmyndir sem hafa verið teiknaðar upp eftir þá gríðarlegu atburði og þeir möguleikar sem við okkur blasa í þeim efnum segja okkur að það er mjög hættulegt og verður að koma til skoðunar hvað orkuöflun þjóðarinnar er á takmörkuðu svæði á landinu. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Þetta er eitthvað sem þarf að taka tillit til við mat á virkjunarkostum,“ sagði Jón.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: